top of page

Verkefni í vinnslu 

 

Grandaborg

 

Það er Land og Verk sönn ánægja að kynna til leiks þetta spennandi verkefni, við munum stýra þessu spennandi verkefni sem aðalverktaki á næstu misserum. 

 

Verkefnið felur í sér endurbætur á leikskólanum Grandaborg sem staðettur er að Boðagranda 9, 107 Reykjavík. Endurbætur þessa sögulega og eins elsta leikskólahúsnæðis Reykjavíkurborgar felur í sér endurnýjun og endurbyggingu vegna rakaskemmda.

 

Húsnæðið samanstendur af tveimur einnar hæðar byggingum með aðskildum skriðkjallörum, eldri byggingu 440 m2 og hins vegar viðbyggingu 210 m2, samtals um 650 m2.

 

Verktaki tók við húsnæðinu nánast fokheldu, þar sem að niðurrifum hafði verið að mestu lokið innanhúss. 

Framundan er spennandi verkefni hjá okkur í Land og Verk þar sem að við munum endurbyggja innviði þessar glæsilegu byggingar.

 

Umhverfisvottaðar byggingar eru eitt helsta sérsvið Land og Verk og er það markmið verkkaupa að fá Svansvottun á endurbyggingu þessa glæsilega húsnæðis. 

 

 

Íþróttahús, Akranesbær

Verkefnið felur í sér endurgerð á um 950 fm íþróttasal í íþróttahúsinu við Vesturgötu 130 á Akranesi, Land og Verk mun stýra þessu frábæra verkefni sem aðalverktaki. 

 

 Það er okkur hjá Land og Verk einstök ánægja að hefja samstarf með Akranesbæ. Það er okkur ávallt sönn ánægja að hefja samstarf með nýjum verkkaupum, Akranes er ört vaxandi bæjarfélag og er það okkur sönn ánægja að taka þátt í framkvæmdum og uppbyggingu þessa glæsilega bæjarfélags. 

 


Framkvæmdin mun fela í sér uppbyggingu innanhús, endurnýjun klæðningu gafla að utan ásamt endurnýjun raflagna
og loftræsingu.  

 

Helgafellsskóli

Íþróttahúsið er nýbygging og er síðasti áfangi í uppbyggingu þessa glæsilega nýja skólahúsnæðis í Mosfellsbæ. Land og Verk mun stýra verkefninu sem aðalverktaki. 

Verkið felur í sér innanhúsfrágang þessa glæsilega íþróttahúss, Rýmið er alls 1.000 m2 og skiptist í íþróttasal sem er 600m2 ásamt 3 rýmum aðliggjandi að íþróttasal alls 150 m2 sem og búningsaðstöðu um 250 m2. 

Framundan er spennandi verkefni sem felur í sér lokaáfanga þessararf glæsilegu skólabyggingar í Mosfellsbæ. 

 

Raðhús í Borg

Land og Verk kynnir stolt til leiks verkefnið Borg, hér er á ferðinni sjálfstætt verkefni á vegum fyritækisins. 

Land og Verk festi nýlega kaup á raðhúsalengju í sveitarfélaginu Borg. Mikil uppbygging er í gangi í sveitarfélaginu það er okkur því sönn ánægja að taka þátt í þessu spennandi verkefni. 

Hér er á ferðinni verkefni sem er hluti einstaklega áhugaverðar uppbyggingar sveitarfélags og samfélags á landsbyggðinni. Áform og framtíðarsýn sveitarfélagsins eru einstaklega áhugaverð og spennandi. 

Við erum því einstaklega spennt að deila framvindu þessa nýja verkefnis okkar með ykkur. 

 

Kársnesskóli

 

Í Júni 2023 tók við í Land og Verk við hluta framkvæmda í Kársnesskóla í Kópavogi. Framundan er spennandi og áhugavert verkefni í samstarfi við Kópavogsbæ.

 

Þessi nýja skólabygging verður sú fyrsta á Íslandi sem verður svansvottuð og það er svo sannarlega heiður að fá að taka þátt í slíku verkefni, við hjá Land og Verk erum virkilega spennt fyrir því að taka þátt í þessu verkefni.