top of page

Verkefni í vinnslu 

 

Grandaborg

 

Það er Land og Verk sönn ánægja að kynna til leiks þetta spennandi verkefni, við munum stýra þessu spennandi verkefni sem aðalverktaki á næstu misserum. 

 

Verkefnið felur í sér endurbætur á leikskólanum Grandaborg sem staðettur er að Boðagranda 9, 107 Reykjavík. Endurbætur þessa sögulega og eins elsta leikskólahúsnæðis Reykjavíkurborgar felur í sér endurnýjun og endurbyggingu vegna rakaskemmda.

 

Húsnæðið samanstendur af tveimur einnar hæðar byggingum með aðskildum skriðkjallörum, eldri byggingu 440 m2 og hins vegar viðbyggingu 210 m2, samtals um 650 m2.

 

Verktaki tók við húsnæðinu nánast fokheldu, þar sem að niðurrifum hafði verið að mestu lokið innanhúss. 

Framundan er spennandi verkefni hjá okkur í Land og Verk þar sem að við munum endurbyggja innviði þessar glæsilegu byggingar.

 

Umhverfisvottaðar byggingar eru eitt helsta sérsvið Land og Verk og er það markmið verkkaupa að fá Svansvottun á endurbyggingu þessa glæsilega húsnæðis. 

 

!

 

Íþróttahús, Akranesbær

Verkefnið felur í sér endurgerð á um 950 fm íþróttasal í íþróttahúsinu við Vesturgötu 130 á Akranesi, Land og Verk mun stýra þessu frábæra verkefni sem aðalverktaki. 

 

 Það er okkur hjá Land og Verk einstök ánægja að hefja samstarf með Akranesbæ. Það er okkur ávallt sönn ánægja að hefja samstarf með nýjum verkkaupum, Akranes er ört vaxandi bæjarfélag og er það okkur sönn ánægja að taka þátt í framkvæmdum og uppbyggingu þessa glæsilega bæjarfélags. 

 


Framkvæmdin mun fela í sér uppbyggingu innanhús, endurnýjun klæðningu gafla að utan ásamt endurnýjun raflagna
og loftræsingu.  

!
Widget Didn’t Load
Check your internet and refresh this page.
If that doesn’t work, contact us.

 

Helgafellsskóli

Íþróttahúsið er nýbygging og er síðasti áfangi í uppbyggingu þessa glæsilega nýja skólahúsnæðis í Mosfellsbæ. Land og Verk mun stýra verkefninu sem aðalverktaki. 

Verkið felur í sér innanhúsfrágang þessa glæsilega íþróttahúss, Rýmið er alls 1.000 m2 og skiptist í íþróttasal sem er 600m2 ásamt 3 rýmum aðliggjandi að íþróttasal alls 150 m2 sem og búningsaðstöðu um 250 m2. 

Framundan er spennandi verkefni sem felur í sér lokaáfanga þessararf glæsilegu skólabyggingar í Mosfellsbæ. 

!
Widget Didn’t Load
Check your internet and refresh this page.
If that doesn’t work, contact us.

 

Raðhús í Borg

Land og Verk kynnir stolt til leiks verkefnið Borg, hér er á ferðinni sjálfstætt verkefni á vegum fyritækisins. 

Land og Verk festi nýlega kaup á raðhúsalengju í sveitarfélaginu Borg. Mikil uppbygging er í gangi í sveitarfélaginu það er okkur því sönn ánægja að taka þátt í þessu spennandi verkefni. 

Hér er á ferðinni verkefni sem er hluti einstaklega áhugaverðar uppbyggingar sveitarfélags og samfélags á landsbyggðinni. Áform og framtíðarsýn sveitarfélagsins eru einstaklega áhugaverð og spennandi. 

Við erum því einstaklega spennt að deila framvindu þessa nýja verkefnis okkar með ykkur. 

!
Widget Didn’t Load
Check your internet and refresh this page.
If that doesn’t work, contact us.

 

Kársnesskóli

 

Í Júni 2023 tók við í Land og Verk við hluta framkvæmda í Kársnesskóla í Kópavogi. Framundan er spennandi og áhugavert verkefni í samstarfi við Kópavogsbæ.

 

Þessi nýja skólabygging verður sú fyrsta á Íslandi sem verður svansvottuð og það er svo sannarlega heiður að fá að taka þátt í slíku verkefni, við hjá Land og Verk erum virkilega spennt fyrir því að taka þátt í þessu verkefni. 

!

Rimaskóli

Framundan er spennandi verkefni þar sem að Land og Verk mun stýra viðamikilli framkvæmd við skólabygginguna. 

Framkvæmd felur í sér viðhald utanhúss þar sem að skipt verður um alla glugga hússins, skipt verður um klæðningu, þök ásamt endureinangrun sökkla og endurnýjun hellulagnar.

!
Widget Didn’t Load
Check your internet and refresh this page.
If that doesn’t work, contact us.

Sumarhús

Hér er á ferðinni verkefni og framkvæmd sem er frábrugðið öðrum og hefðbundnari verkefnum fyrirtækisins.  Land og Verk vinnur nú að framkvæmdum við sumarhús á suðurlandi. Framundan er spennandi verkefni við framkvæmd og innanhúshönnun þessa fallega sumarhús. Það er fyrirtækinu sönn ánægja að kynna þetta nýja og spennandi verkefni sem að starfsmenn og stjórnendur vinna nú að í sameiningu.

!
Widget Didn’t Load
Check your internet and refresh this page.
If that doesn’t work, contact us.

Verzlunarskóli Íslands

Verkið felst í að skipta út gluggum í mest öllu húsinu, byggja ný skyggni yfir fjögur anddyri. Auk þess að steyptar verða terrazzóstéttir við tvö anddyri ásamt skábraut, gróðurkeri og setbekk við eitt anddyri.
Endurnýjaðar verða klæðningar og áfellur á þakköntum sem og vatnsbretti undir gluggum. Verkið er þegar hafið og eru áætluð verklok í byrjun Október 2023.

!
Widget Didn’t Load
Check your internet and refresh this page.
If that doesn’t work, contact us.

Barónstígur 30 og Bergþórugata 41-45

Land og Verk sér um utanhúsviðgerðir á þessum fallegu húsum í miðbæ Reykjavíkur. Nú í Maí mánuði er unnið að undirbúningi þessa spennandi verks, þar sem að húsin munu gangast undir alhiða yfirhalningu að utan.

Verkið felur í sér viðgerðir á steypu- og múr, gluggaskipti, þakviðgerð og málun, spennandi verður að sjá þessi fallegu hús í miðborginni að verki loknu, áætluð verklok eru í enda Október 2023.

!
Widget Didn’t Load
Check your internet and refresh this page.
If that doesn’t work, contact us.

Fyrri Verkefni 

Bakki

Land og Verk vinnur nú að framkvæmd við byggingu þjónustumiðstöðvar fyrir Svarið ehf að Bakka. Stefnt er að BREEAM vottun fyrir vistvæna hönnun bygginga í þessu spennandi verkefni. Innblástur hönnunar þessara fallegu húsa kemur frá íslenskum menningararfi og minnir útlit þeirra á íslenskan torfbæ. Byggingin mun hýsa þjónusmiðstöð sem ætlað er bjóða upp á fjölbreytta þjónustu, ásamt leiksvæði og aðra afþreying í umhverfi miðstöðvarinnar.

!
Widget Didn’t Load
Check your internet and refresh this page.
If that doesn’t work, contact us.

Viðhaldsverkefni

Land og Verk sinnir nú ýmsum viðhalds- og endubótaverkefnum, verkefnin eru af ýmsu toga og verkkaupar ýmsir og ólíkir. Allt frá einstaklingum og húsfélögunum til stærri aðila á borð við sveitarfélög og stofnanir. 

!
Widget Didn’t Load
Check your internet and refresh this page.
If that doesn’t work, contact us.

Holtagarðar

Reitir fasteingafélag hefur ráðist í framkvæmdir við endurhönnun á verslunarrými að Holtagörðum. Aðkoma viðskiptavina á neðri hæð húsins fær algjöra yfirhalningu, settir verða nýir inngangar við húsið á nokkrum stöðum, samgangur milli hæða breytt úr rúllurampi í lyftu og stiga. Ásamt því að  miklar framkvæmdir munu eiga sér stað á innra rými, þar sem að fram munu fara breytingar á því verlsunarrými sem áður var sem og skapað rými fyrir nýjar og spennandi verslanir. 

 Land og Verk er aðalverktaki framkvæmda fyrir Reiti fasteignafélag. Vinna við framkvæmdir stendur nú yfir og eru verklok áætluð í lok árs 2023.

!

Höfðabakki 

Höfðabakki 9 er í eigu Reita, þar er til leigu fjöldi skriftofurýma. Reitir bjóða leigendum sínum upp á klæðskera sniðnar lausnir í útleigu skrifstofurýma. Land og Verk hefur haft umsjón með flestum framkvæmdum og endurbótum á rýmum Reita að Höfðabakka síðast liðin ár. 

Árið 2023 var standsett skrifstofurými fyrir Stígamót sem staðsett munu verða á 3. hæð húsins, Land og Verk hafði umsjón með framkvæmdum.

!
Widget Didn’t Load
Check your internet and refresh this page.
If that doesn’t work, contact us.

Akureyri

Starfmenn Land og Verk hófu störf við nýbyggingar við Pollinn á Akueyri í febrúar á þessu ári. Um er að ræða nýbyggingar við Austurbrú 10-18, þar sem að við munum sjá um ísetningu glugga, þak og utanhúsfrágang. 

Framundan er spennandi verkefni á fyrsta verkstað okkar utan höfuðborgarsvæðisins. Einnig er það okkur sönn ánægja að taka þátt í uppbyggingu á þessum fallega stað sem er hluti deiliskipulags hins nýja miðbæjar Akureyrarbæjar. 

!
Widget Didn’t Load
Check your internet and refresh this page.
If that doesn’t work, contact us.

 

Land og Verk hefur séð um fjölda verkefna er snúa að þakviðgerðum, klæðningum, gluggaísetningum ofl., fyrir ýmsa aðila s.s sveitarfélög, húsfélög, einstaklinga ofl.

!
Widget Didn’t Load
Check your internet and refresh this page.
If that doesn’t work, contact us.

 Við höfum tekið þátt í ýmsum spennandi verkefnum að undanförnu. Sem dæmi má nefna þakíbúð við Austurbakka, breytingum á húsnæði Blackbox og Krónunar Borgartúni ásamt fjölda annarra verkefna.

!
Widget Didn’t Load
Check your internet and refresh this page.
If that doesn’t work, contact us.
bottom of page